miðvikudagur, 11. júlí 2012

Hár

Þetta fann ég í morgun á dekki bíls míns, rétt áður en ég öskurhugsaði "Hvað í fjandanum hef ég gert?!"


Fyrir þá sem skynja ekki tvívídd: Þetta er vænn lokkur af dökku hári, fastur á dekki glæsilegs bíls míns.

Til allrar lukku fann ég hrúgu af þessum sömu dökku mannahárum nálægt, svo ég spólaði ekki óvart yfir hársvörð nýlega heldur var einhver bara rakaður á almannafæri, sennilega nauðugur. Fjúkk.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.