föstudagur, 29. júní 2012

Ódýrt bensín

Ég heyri fátt annað þessa dagana en auglýsingar frá ÓB (Ódýrt Bensín - Olís) þar sem auglýstur er "ótrúlegur 15 króna afsláttur í 10. hvert skipti" (+/- "ótrúlegur").

Svona er þetta sett upp á heimasíðu þeirra:

15 króna afsláttur af lítranum í 10 hvert skipti sem dælt er 25 lítrum eða meira með ÓB lyklinum til einstaklinga.*
10 krónu afsláttur af hverjum eldsneytislítra í fyrsta skipti.*
10 krónu afsláttur af hverjum eldsneytislítra á afmælisdegi ÓB-lykilhafa.*
3 krónu afsláttur af hverjum eldsneytislítra hjá ÓB og Olís.
7 krónu afsláttur af hverjum eldsneytislítra á tilboðsdögum hjá ÓB og Olís.
Sjá hér.

Af hverju skrifa bensínfyrirtækin alltaf afsláttinn í krónum, en ekki prósentum eins og venjan er? Af því þá liti þetta svona út:

6% afsláttur í 10 hvert skipti sem dælt er 25 lítrum eða meira með ÓB lyklinum til einstaklinga.*
4% afsláttur í fyrsta skipti.*
4% afsláttur á afmælisdegi ÓB-lykilhafa.*
1% afsláttur hjá ÓB og Olís.
3% afsláttur á tilboðsdögum hjá ÓB og Olís.

Þetta lítur ekki jafn vel út.

En afsláttur er afsláttur, býst ég við.

1 ummæli:

  1. Þetta er nú oft líka svo hverfandi lítill afsláttur að það tekur því ekki að eltast við hann.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.