Á leið minni úr ræktinni í gærkvöldi hjó ég eftir athygli tveggja stelpna sem mættu mér í afgreiðslu World Class. Þær brostu báðar til mín, auk afgreiðslustelpunnar sem þakkaði mér fyrir komuna.
Eitthvað var greinilega að útliti mínu. Þegar ég kom heim leit ég kófsveittur í spegil til að sjá hvort hárið á mér hafi verið óvenju undarlegt eða hvort ég skartaði áberandi ljótri bólu í andlitinu. Allt kom fyrir ekki.
Ég fann ekkert að útliti mínu, fyrir utan frekar áberandi opna buxnaklauf, svo ég held það sé nokkuð öruggt að áðurnefndar stelpur séu ástfangnar af mér. Hjúkk.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.