Fyrir nokkrum dögum týndi ég VISA kortinu. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar, vitandi að allt myndi fara úrskeiðis við leitina. Á fyrsta staðnum sem ég athugaði átti þetta samtal sér stað:
Ég: Góðan dag, ég týndi korti um daginn. Er það hér?
Vaktstjóri: Nafn?
Ég: Finnur.
Vaktstjóri: Torfi?
Ég: Já.
Vaktstjóri: Gjörðu svo vel. *réttir mér kortið*
Ég: ...takk. *furðu lostinn*
Þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað gengur fullkomlega upp hjá mér. Kortinu hafði ekki verið stolið, það var ekki á þrjúhundruðasta staðnum sem ég athugaði á eða að ég næ að tjá mig svo illa við starfsfólk að hringt er í lögregluna.
Til að fagna þessari óvæntu heppni minni ætla ég að bregða mér út í frispí með VISA kortið mitt.
Bíddu bara eftir yfirlitinu. Vaktstjórinn kann örugglega á bæði Amazon og eBay.
SvaraEyða