mánudagur, 6. febrúar 2012

Tvær flugur

Í kvöld sló ég tvær flugur í einu höggi þegar ég borðaði sjö frostpinna í röð:

1. flugan: Næringaskortur. Ég hef lítið borðað í dag vegna lystarleysis vegna veikinda vegna ömurlegs ónæmiskerfis.
2. flugan: Ég uppfyllti loks loforðið um að borða eins marga frostpinna og ég vildi þegar ég yrði fullorðinn sem ég gaf sjálfum mér 10 ára gamall þegar ég fékk bara einn frostpinna á nammidegi.

Það sem eftir lifir nætur mun ég svo bursta tennurnar með stálull. Ég sé ekki eftir neinu!

2 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.