Síðustu fimm daga hef ég drukkið fleiri tebolla en alla ævina hingað til (eða þar til fyrir fimm dögum). Fyrri bollann drakk ég fyrir fimm dögum og þann seinni í kvöld, í þeirri von að losna við þetta, að því er virðist, króníska kvef. Á sama tímabili hef ég sjaldan borðað jafn lítið nammi og farið snemma að sofa öll kvöld.
Það er eins gott að þetta séu ekki þroskamerki. Ef svo er þá... fæ ég mér bara annan tebolla og hugsa um pólitík.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.