mánudagur, 12. desember 2011

Granat epli




Um helgina fékk ég þá snilldarhugmynd að kaupa mér granat epli og flá það lifandi. Atgangurinn, öskrin og sóðaskapurinn við þetta gerði mig afhuga granat eplum fyrir lífstíð og næstum afhuga öllum mat.

Þeir sem kannast við þessa aðgerð, að rífa granat "berin" úr ávöxtinum, vita að það er álíka hreinlegt og skemmtilegt og að afhausa naggrís með teskeið. Tveimur dögum síðar er ég enn að finna safaslettur á sjálfum mér, í fötum og á eldhús- og stofuinnréttingum.

Aldrei aftur.

4 ummæli:

  1. En hvernig brögðuðust berin? :D

    SvaraEyða
  2. Eins og krækiber eiginlega. Aðeins of súr fyrir minn smekk.

    En ég hef allavega granateplasögu í næsta partíi.

    SvaraEyða
  3. Ahahahaha þú ert svo fyndinn!

    Ég vissi ekki að þú værir ennþá með blogg... ég þarf að vinna upp tapaðan tíma sé ég!

    kv Heiðdís

    SvaraEyða
  4. Þú hélst semsagt að ég væri dauður.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.