Rétt fyrir miðnætti í gær tók ég þá ákvörðun að snúa við blaðinu í mataræði mínu. „Ég borða of mikið af nammi og það er kominn tími til að horfast í augu við það“ sagði ég við sjálfan mig í gær, dökkbrúnn í framan af súkkulaðiáti.
Í dag fór ég svo í Bónus og keypti ávexti og hollan mat fyrir mörg þúsund krónur. Eftir ræktina borðaði ég svo hollan kvöldmat og fékk ávöxt í eftirmat. Svo sat ég og hugsaði minn gang. Og lét sem puttarnir á mér væru trommukjuðar og borðið trommur. Svo hugsaði ég aðeins meira um minn gang.
Rétt fyrir miðnætti keypti ég mér nammi og át þangað til ég þurfti að kasta upp. Þegar þetta er ritað er ég að berjast við að halda namminu niðri með öllum tiltækum ráðum (m.a. að hugsa ekki um Lady Gaga).
Ég sef á nóttunni því ég hugga mig við að þetta sé ekki heróín. Þeas þegar ég hætti að öskra úr sykurofskammti.
Þýðir ekkert að hætta svona cold turkey. Þarft að redda þér nammiplástur, fæst það ekki í apótekinu?
SvaraEyðaÉg hef reynt að trappa nammineyslu mína niður en ég enda yfirleitt á því að taka lyftuna upp á topp áður en ég byrja og hætta svo við eftir nokkur þrep.
SvaraEyðaÉg þarf að tékka á nammiplástrinum. Jafnvel nammityggjói, þó ég efist um að það sé framleitt.