föstudagur, 2. september 2011

Fótboltahermun

Þegar ég var lítill og það var ekki nógu gott veður til að hlaupa um öskrandi, þá settist ég í eldhúsið heima og hermdi eftir fótboltaleikjum með spilabunka.

Þetta blæti mitt varð alltaf stærra og stærra. Þegar hæst stóð var ég kominn með deild af liðum sem spiluðu öll hvort við annað og töflu yfir stöðuna eftir hverja umferð. Ég veit ekki hversu mörg tímabil voru spiluð en ég á einhversstaðar tugi stærðfræðibóka, fullar af deildum og töflum.

En það var þá. Nú er ég kominn með Excel.

Nýlega gerði ég smá skjal í Excel sem hermir eftir 12 liða fótboltadeild. Úrslitin ráðast af styrkleika hvers liðs í vörn, á miðju og í sókn ásamt smá líkindalíkani og auðvitað tilviljun. Lítið mál er að breyta nafni liða og styrkleika.

Hér er hægt að nálgast skjalið.

Smá leiðbeiningar:

  • Skjalið er svokallað Macro skjal, sem krefst þess að Macro-ar séu virkjaðir eftir að það er opnað. Annars er kemur það tilbúið til notkunar.
  • Smellt er á hakið við þá umferð sem spila skal, svo hún verði hermuð.
  • Taflan yfir stöðuna uppfærist eftir hverja umferð.
  • Hægra megin við töfluna er styrkleiki hvers liðs eins og stillt er í 'Grunnstillingar' sheetinu.
  • Í 'Grunnstillingar' sheetinu er hægt að láta tölvuna raða handahófskennt í styrkleika með því að smella á „Handahófskenndur styrkleiki“.
  • Það koma alltaf sömu úrslit á leikjum eða þangað til smellt er á „Núllstilla mót“ eða styrkleikar liðs breytast. Ekki er mælt með því að breyta styrkleika liðs eftir að mót hefst.
Látið vita í athugasemdum excel.is ef eitthvað er óskýrt eða má betur fara.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.