þriðjudagur, 30. ágúst 2011

Barnapössun helgarinnar

Um helgina gerðist ég barnapía fyrir bróðir minn Björgvin og konu hans Svetlönu, snemma á laugardagsmorguninn en þau eiga tæplega ársgamla dóttur, Valeríu Dögg.

Í pössuninni klöppuðum við saman höndunum, skiptumst á að bregða hvoru öðru með því að fela okkur á bakvið lófana okkar, skoðuðum saman myndirnar í Lifandi Vísindum og ég sagði ævintýrasögur af Excel og skjölum sem ég hef unnið.

Dæmigerð helgi semsagt, nema í þetta skiptið var ég ekki einn.

Hér er svo mynd af frænku minni, skemmtilegustu manneskju sem ég þekki, að öðrum ólöstuðum (nema Ómari, hann er skíthæll.):


2 ummæli:

  1. Sæt er hún Valería.:) Hún er farin að líkjast Björgvin meir og meir. Ég frétti einmitt að það hafi gengið svona glimrandi vel að passa hana.

    SvaraEyða
  2. Valería virðist vera fullkomin blanda beggja foreldra. Alveg eins með Önnu Maríu ykkar. Frábærar blöndur og stórskemmtilegar stelpur.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.