föstudagur, 10. júní 2011

Útvarpsstöðvagreining

Eitt af fáu sem aldrei hefur bilað í bílnum mínum er útvarpið. Á því er hægt að vista sex útvarpsstöðvar, sem ég sveifla mér oft á milli eins og Tarzan, þegar leiðinleg lög, pólitískir spjallþættir eða auglýsingar eru á dagskrá.

[Einhver saga sem útskýrir af hverju ég gerði það sem eftir fer].

Þannig að ég ákvað að greina þessar sex stöðvar niður á hversu vel þær eiga við mig, tónlistarlega.

Hér er grafið. Smellið á það fyrir stærra eintak í nýjum glugga.

Stöðvarnar raðast frá vinstri, sú besta fyrst.

Samkvæmt þessu er Xið mín uppáhaldsstöð. Þrátt fyrir að Rás 2 spili meira af frábærum lögum en Gullbylgjan þá er hún með mun meira af ömurlegum lögum. Gullbylgjan er því stöðugri í lagavali og því betri til þess fallin að hlusta á.

Óstöðugustar eru svo FM957 og Flass, sem ég stoppa vanalega á í 2 sekúndur í senn.

Ath. Þetta er aðeins út frá mínum tónlistarsmekki. Smekkur manna er misjanft. Nema þeirra sem hlusta á Lady Gaga og Eagles. Þeirra smekkur er ömurlegur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.