þriðjudagur, 7. júní 2011

Trékyllisvíkurdraumar

Það er eitthvað stórkostlegt í gangi með draumfarir mínar. Þá sjaldan mig dreymir eitthvað þá er það yfirleitt um körfubolta, sem áður var fótbolti (þegar ég spilaði hann). Síðustu vikur og mánuði hefur mig dreym nánast eingöngu um Trékyllisvík (þar sem ég bjó á árunum 1984-1989 og hef ekki heimsótt síðan 1996).

Þessir draumar eru svo stórkostlega flóknir, ítarlegir, tilfinningasamir og eftirminnilegir að ég vakna yfirleitt mjög ringlaður.

En nóg um innihald draumanna. Meira um tölfræðina:


Smellið á myndina fyrir stærra eintak í nýjum glugga.

2 ummæli:

  1. Ég held nú samt að við höfum búið í Trékyllisvík frá því seint á árinu 1983 til seinni parts 1988... En ég held að við neyðumst til þess að heimsækja Trékyllisvík sem fyrst!

    SvaraEyða
  2. Já það er rétt. Ég er alltof latur til að laga þetta samt. Hið rétta lifir í athugasemdunum.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.