þriðjudagur, 31. maí 2011

Peugeot fréttir

Í Peugeot fréttum er þetta helst:

1. Svo virðist sem fuglar höfuðborgarsvæðisins séu með nokkuð góðan smekk á bílum eins og sést á myndinni sem var tekin fyrr í kvöld:


Þeir hafa amk sömu skoðun á Peugeot hrúgaldinu mínu og ég. Á myndina vantar skot á tvær rúður. Á myndinni er Björgvin bróðir.

2. Í kvöld komst ég líka að því að það virðist vera komið smá húðkrabbamein í eina fæðingarblett bílsins:


Ég sem hélt að þetta væru eðlileg litbrigði í fallega rauðu húðinni hans. Það munar ekki miklu að ég sé pínu sorgmæddur yfir þessu. Kannski næst.

3. Um daginn fór ég í Fitness sport á Peugeot sjúklingnum, þar sem ég tjáði afgreiðslumanninum að ég hefði í hyggju að hefja lyftingar á ný. Samtal:

Afgreiðslumaður: Hvað ertu? 192 cm?
Ég: Nei. Ég er 192...og hálfur.
Afgreiðslumaður: Ehh...já. Ok.
Ég, hugsandi: Bravó, Finnur. Þú ert hálfviti.

Það er aldrei hægt að vera of nákvæmur. Það segi ég alltaf. Eða annað slagið.

2 ummæli:

  1. Af hverju þurfti afgreiðslumaðurinn að fá að vita hversu hár þú ert? Er veittur afsláttur fyrir risa?

    SvaraEyða
  2. Hár? Ég var að kaupa smokka.

    Bazinga!

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.