þriðjudagur, 24. maí 2011

Besta stæðið við Laugar



Þessa mynd tók ég í gærkvöldi af því tilefni að ég náði besta stæðinu við Laugar, þriðja kvöldið í röð (þeas næst innganginum). Ég á rauða...ætli þetta flokkist ekki undir bifreið.

Það sem er merkilegra við myndina er að þegar ég hóf myndavélina á loft skalf ég svo mikið úr kulda að ég hélt að myndin yrði hreyfð. Þegar ég svo sá viðfangsefnið, Peugeot ruslið mitt, fylltist ég svo miklu hatri og heift að ég byrjaði að skjálfa í takt við fyrri skjálftann, svo úr varð algjörlega kyrr hendi og fullkomlega vel tekin mynd.

Lærdómur: Þegar kemur að myndatöku, getur verið gott að vera uppfullur af stjórnlausu hatri.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.