föstudagur, 13. maí 2011

Endurskipulagning

Fyrir nokkrum dögum ákvað ég að endurskipuleggja á mér andlitið:





Áður en lengra er haldið er best að svara nokkrum spurningum:

Nei, þetta er ekki...

...nýtt húðflúr.
...tilraun með augnskugga.
...hárkolla. Þetta eru augabrúnirnar á mér.
...ég ósofinn í helmingi andlitsins.
...sólbrúnka.
...glóðarauga eftir að hafa verið skallaður óvart í andlitið í körfubolta á miðvikudagskvöldið.
...Gísli Sig. Þetta er ég.

Það er vandræðalegt að viðurkenna en þetta er sogblettur. Minn fyrsti í mörg ár. Myndavélin nær alls ekki að fanga fallega fjólubláa bjarmann sem stendur af honum.

2 ummæli:

  1. yessss !!!....aldrei verið jafn ánægður að skulda nokkrum manni 1000kall fyrir að birta nafn mitt á bloggsíðu sinni......má ég borga þér 2000kall ?

    SvaraEyða
  2. Nei þú mátt það ekki. Bara af því þú bauðst til þess þá hef ég ákveðið að lækka verðið í 500 krónur.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.