Hér er topp 5 listi yfir það sem ég öskra þegar ég keyri í Reykjavík og nágrenni. Lögregluembætti Reykjavíkurborgar bað mig um að vara fólk við þessum lista, þar sem hann gæti sært blygðunarkennd verstu fjöldamorðingja.
5. "Ekki séns að ég hleypi þér, jeppafíflið þitt!"
Æpi þetta þegar jeppar reyna að troða sér fyrir framan mig eftir að hafa svindlað á akreinum.
4. "Deyðu í eldi!"
Öskraði þetta óvænt í síðustu viku og kom sjálfum mér á óvart í frumleika. Man ekki tilefnið.
3. "Drullaðu þér áfram djöfulsins fáráður! Ég hata þig!"
Öskra þetta ítrekað þegar einhver ekur löturhægt á vinstri akrein (sem á að vera hraðaakgrein).
2. "Gefðu stefnuljós, helvítis mellan þín!"
Öskrað ca 70 sinnum á dag. Yfirleitt í hringtorgum.
1. "Shit! Fyrirgefðu!"
Jóðla þetta þegar ég geri mistök í umferðinni.
Ég er opinn fyrir tillögum að nýjum öskrum, þar sem ég er að verða býsna þreyttur á nokkrum þeirra. Nú, eða geðhjálp.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.