fimmtudagur, 21. apríl 2011

Kennarinn ég

Sennilega eitt fallegasta barn allra tíma. Í fyrsta sæti með öllum hinum frændsystkinum mínum.
Ég hef afsannað þá furðulegu kenningu einhvers að einhleypir og barnlausir séu gagnlausir samfélaginu, því í gær kenndi ég bróðurdóttur minni, Valeríu Dögg, hvernig taka á gleraugun af fólki (eða amk mér) og kasta þeim í burtu, í tilefni sjö mánaða afmælis hennar.

Þetta getur komið sér vel t.d. ef Björgvin bróðir og Svetlana eru á göngu með Valeríu Dögg og gleraugnaður ræningi stendur of nálægt þeim. Þegar ræninginn nær svo gleraugunum aftur eru þau svo kámug að hann sér ekkert og fjölskyldan er á bak og burt.

2 ummæli:

  1. Hahaha! Næst máttu kenna henni að taka pípu af fólki (kæmi sér vel ef að breskur glæpahrotti ógnaði okkur).

    SvaraEyða
  2. hehehe Ég þarf þá að byrja að reykja. Best væri auðvitað að kenna henni að gefa gott krókshögg.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.