laugardagur, 16. apríl 2011

Limitless og Unknown

Þar sem ég hef ekkert merkilegt að segja kemur hér uppfyllingarefni, eins og svo oft áður.

Ég hef ákveðið að slá öllum færslum á frest, þrátt fyrir að hafa gnægð færslna að skrifa, fyrir eftirfarandi tilkynningu:

Ég hef þrisvar sinnum farið í bíó á þessu ári, þar af tvisvar sinnum í síðustu viku! Hér er gagnrýni mín á þær:

Unknown
Fjallar um mann sem missir minnið og tekur því ekki nógu vel. Skemmtilegur sálfræðitryllir með dass af ofbeldi og ást. Fínasta afþreying og Liam Neeson alltaf góður. 2,5 stjörnur af 4.

Limitless
Fjallar um mann sem fær aukið minn og tekur því ekki nógu vel. Vel heppnuð mynd, sé litið framhjá staðreyndavillunni sem myndin er byggð á. Tæknibrellur eru góðar og Bradley Cooper heldur sama hraða á leið sinni að frægasta leikara heims. 3 stjörnur af 4.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.