sunnudagur, 3. apríl 2011

Hárið

Í vikunni sem leið fann ég hvernig hryllingurinn helltist yfir mig við að lesa Fréttablaðið. Ég áttaði mig ekki á því hvað hræddi mig, fyrr en ég tók eftir auglýsingunni fyrir söngleikinn Hárið, sem skartar einum besta söngvara landsins, Magna, í aðalhlutverki:


Magni er reyndar ljúfur sem lamb og myndin er ekki svo óhugnarleg... nema þú hafir spilað tölvuleikinn S.t.a.l.k.e.r. en coverið á honum er svona:


Ég entist í þrjár mínútur að spila hann á sínum tíma, áður en ég kastaði upp úr hræðslu.

Allavega, svipuð auglýsingaskilti. Það er nóg til að undirmeðvitund mín fyllir mig af skelfingu.

2 ummæli:

  1. Bwahahahaha...Þetta er svolítið svipað.:)

    SvaraEyða
  2. Ég reyndar speglaði myndina af Magna. En það breytir því ekki að þetta er nauðalík uppsetning.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.