fimmtudagur, 28. apríl 2011

Fólk sem ég væri til í að hitta

Hér er fullkomlega tæmandi listi yfir það fólk sem ég væri mjög til í að hitta undir eins:

1. Manninn sem hannaði viskustykkið mitt
Þetta töfra viskustykki er þeim eiginleika gætt að þurrka ekki neitt heldur bara ýta bleytunni til á yfirborðinu. Ég myndi reyna mitt besta að berja hann ekki í andlitið með hamri.

2. Scarlett Johansson
Ég myndi reyna mitt besta að berja hana ekki ítrekað í andlitið með vörunum á mér.

3. Ungan mig
Ég myndi vara sjálfan mig við því að kaupa Peugeot, því hatrið sem ég ber í brjósti í garð bíls míns er farið að hafa varanleg áhrif á heilsu mína.

4. Gamlan mig
Ég myndi spyrja mig um hvað ég bloggaði árin eftir að ég eyðilagði Peugeotinn minn með eldvörpu sumarið 2011.

3 ummæli:

  1. Frekar ættirðu að fara í tímavél, á þá stund þar sem þú keyptir þennan fjandans Peugeot og fá þig til að kaupa hann ekki.

    SvaraEyða
  2. Mæli með því að þvo viskustykkið (og handklæði, sérstaklega ný) á suðu (60°) án mýkingarefna.

    SvaraEyða
  3. Spritti: Og láta bloggið koðna niður? Nei takk!

    Freyr: Takk kærlega. Ég prófa. Það verður erfitt að venjast því að þurrka án sumarlyktarinnar. En fjandinn hafi það, ég verð að láta mig hafa það.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.