Hér með hefst fyrsti þáttur.
Í gær vaknaði ég hálftíma of seint svo ég hafði ekki tíma til að dekra við mig í eldhúsinu, heldur hljóp af stað í vinnuna (ekki bókstaflega). Þar var nóg að gera svo ég gleymdi að borða.
Í hádeginu skaust ég með
Klukkan 17 var ljóst að ég þurfti að vinna fram eftir, svo ég greip mér úrvals grænmetissamloku og 2011 árgerðina af Pepsi, ásamt eftirétti í formi Risa Hrauns og tróð í mig við rómantískan ljóma frá Excel skjali.
Klukkan 21 dreif ég mig heim þar sem ég vann smá aukavinnu í rúmlega hálftíma, áður en ég át handfylli af rúsínum sem ég skolaði niður með gómsætum Euroshopper orkudrykk. Að því loknu spólaði ég af stað í ræktina (bókstaflega, hálka).
Þegar heim var komið eftir rækt, um klukkan 23:30, eyddi ég góðum fimm mínútum í að elda og borða Chicago Town örbylgjupizzu og drekka sykurríkt kókglas.
Tannburstun. Lestur. Svefn.
Enn einum sælkera deginum lokið.
þú ert svo æðislegur!!!! mig langar í þig!
SvaraEyðaheld að það ætti að gera þætti um þig og þín mál frekar en alla þessa matreiðsluþætti sem eru að poppa upp.
Er búið að boða þig í þáttinn Logi í Beinni?!
Takk fyrir að langa í mig. Það er heiður.
SvaraEyðaNei, ég hef ekki enn verið boðaður í Loga í beinni. Ekki frekar en Návígi. Sem mér finnst undarlegt.