fimmtudagur, 17. febrúar 2011

Étið á hlaupum (e.b.)

Ég hef landað samningi við ritstjóra þessarar síðu um árlegan matreiðsluþátt sem ber heitið "Étið á hlaupum - Ekki bókstaflega".

Hér með hefst fyrsti þáttur.

Í gær vaknaði ég hálftíma of seint svo ég hafði ekki tíma til að dekra við mig í eldhúsinu, heldur hljóp af stað í vinnuna (ekki bókstaflega). Þar var nóg að gera svo ég gleymdi að borða.

Í hádeginu skaust ég með Peugeot ryksuguna mína í viðgerð. Ég kom við heima og fékk mér disk af cheerios með ilmandi ferskri og nýkreistri mjólk.

Klukkan 17 var ljóst að ég þurfti að vinna fram eftir, svo ég greip mér úrvals grænmetissamloku og 2011 árgerðina af Pepsi, ásamt eftirétti í formi Risa Hrauns og tróð í mig við rómantískan ljóma frá Excel skjali.

Klukkan 21 dreif ég mig heim þar sem ég vann smá aukavinnu í rúmlega hálftíma, áður en ég át handfylli af rúsínum sem ég skolaði niður með gómsætum Euroshopper orkudrykk. Að því loknu spólaði ég af stað í ræktina (bókstaflega, hálka).

Þegar heim var komið eftir rækt, um klukkan 23:30, eyddi ég góðum fimm mínútum í að elda og borða Chicago Town örbylgjupizzu og drekka sykurríkt kókglas.

Tannburstun. Lestur. Svefn.

Enn einum sælkera deginum lokið.

2 ummæli:

  1. þú ert svo æðislegur!!!! mig langar í þig!

    held að það ætti að gera þætti um þig og þín mál frekar en alla þessa matreiðsluþætti sem eru að poppa upp.

    Er búið að boða þig í þáttinn Logi í Beinni?!

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir að langa í mig. Það er heiður.

    Nei, ég hef ekki enn verið boðaður í Loga í beinni. Ekki frekar en Návígi. Sem mér finnst undarlegt.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.