miðvikudagur, 1. desember 2010

Rommkúlur

Í kvöld ætlaði ég að gera ýmislegt, þar á meðal að fara í rækt, en borðaði þess í stað óvart heilan kassa af rommkúlum, af því tilefni að það eru aðeins 24 dagar til jóla.

Þá ætlaði ég að athuga hvort þær væru áfengar, þar sem ölæði er bannað í ræktinni, en gat ekki lesið á umbúðirnar fullur, svo ég lagði mig.

Allavega, boðskapur sögunnar er að ég hef ekki frá neinu að segja.

Hér er því slagarinn Electro Champion með Ali Nadem:

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.