Um síðastliðna helgi tókum við Jónas þá ákvörðun að hætta með teiknimyndasöguna Arthúr. Henni höfðum við haldið gangandi frá ágúst byrjun 2005 eða í rúm 5 ár, með stuttum hléum til að byrja með, sem urðu lengri með tímanum.
Ástæðan fyrir því að við hættum er einfaldlega þreyta og tímaleysi. Kominn tími á að breyta til og prófa eitthvað nýtt.
Það er ekki laust við að ég sé frekar sorgmæddur eftir þessa ákvörðun, eins og ég hafi verið að kveðja góðan vin. Í kjölfarið hef ég rifjað upp þann tíma sem Arthúr hefur fylgt mér og hvað hefur gerst og breyst á þeim tíma. Svo hætti ég því, næstum tárvotur.
En nóg af væmni. Meira af tölfræði.
- Strípan hófst 1. ágúst 2005 og lauk í gær, 13. desember 2010. Það gera 1.960 daga, 280 vikur, 64,4 mánuði eða 5,4 ár. Á þeim tíma gáfum við út um 663 strípur.
- Það gera 0,34 strípur á dag, 2,37 á viku, 10,3 á mánuði og 123,6 á ári.
- Á þessum tíma hafa mælst 1,4 milljón stakar IP tölur/stakir gestir á síðunni og um 22 þúsund í hverjum mánuði.
- Mesta aðsóknin var á mánudögum og vinsælasti tíminn milli 17:00 og 18:00.
Síðan verður opin áfram, ef einhver vill lesa gamlar strípur. Blóm og kransar eru afþakkaðir.
Ég vona að þið endurskoðið þetta í framtíðinni. Arthúr er besta íslenska vefmyndasagan.
SvaraEyðaÞakka hólið. Spyrjum að leikslokum.
SvaraEyðaGerið allavega þrjár í viðbót...svona til þess að enda á skemmtilegri tölu...það er eitthvað svo mikil uppgjöf að enda í 663.
SvaraEyðaLátið síðustu fjalla um að Arthúr sé að mála skrattann á vegginn.
- Kjarri
hehe ég er bara feginn að við hættum ekki eftir þriðju strípuna.
SvaraEyða