laugardagur, 6. nóvember 2010

Uppáhaldsveður

Ég á tvö uppáhaldsveður:

1. Hlýtt (12-18 stiga hiti), skýjað, volgt hvassviðri. Fullkomið sumarveður.
2. Kalt, logn, sólríkt og snjór yfir öllu. Fullkomið vetrarveður.

Seinni aðstæðurnar sköpuðust í gær þegar hitinn náði mínus tíu gráðum í blankalogni og lágu sólskini, eftir snjókomu síðustu daga. Þannig að ég fór í Laugardalinn og tók m.a. þessa mynd:

Smellið á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga.
Því næst fór ég heim og þýddi á mér fingurnar öskrandi, sem voru orðnir svartir af kulda.

4 ummæli:

  1. Þýddirðu puttana yfir á Finn-sku ?

    SvaraEyða
  2. Nei, Norsku. Ekki spyrja af hverju.

    SvaraEyða
  3. Ég vildi að ég gæti sagt takk. En þetta skráist á veðrið. Og auðvitað hátæknilegu símamyndavélarinnar.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.