miðvikudagur, 10. nóvember 2010

Tvífari Becks

Í kvöld, á meðan ég horfði á mynd með Michael Cera og hlustaði á lag með Beck, samtímis, hugsaði ég með mér: "Djöfull eru rödd Becks og útlit Michael Cera lík". Ekki nóg með það, heldur eru þeir einnig líkir útlitslega, komst ég að eftir smá rúnt á Google bílnum:

Beck að gæla við myndavélina.
Michael Cera að gæla við myndavélina.
Nú vantar mig bara tvo í viðbót fyrir fjórfara og tuttugu og átta í viðbót fyrir þrátíufara, sem ég hef verið að gæla við að byrja á, af því lífið er ekki nógu erfitt.

2 ummæli:

  1. Hvað segirðu um þennan? http://www.kinopoisk.ru/images/actor/1040504.jpg þetta er hann Renārs Kaupers en hann er söngvari lettnesku hljómsveitarinnar Brainstorm sem fluttu lagið My Star í Eurovision um árið og lentu í 3 sæti að mig minnir...

    SvaraEyða
  2. Hmmm hann er eiginlega með of afgerandi hökuskarð til að líkjast þessum nógu mikið. Fín hugmynd samt.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.