þriðjudagur, 12. október 2010

Svefnlausar hugsanir

Síðastliðna nótt lærði ég að ef sofið er frá 19:00 til miðnættis, má búast við að sofa ekkert þar til mætt er í vinnuna morguninn eftir. Þetta lærði ég verklega.

Á meðan ég lá og reyndi að sofna í nótt, fór ég að hugsa um American Style og hversu mikið ég væri til í að fá mér kjúklingabringu hjá þeim fljótlega. Þaðan barst hugsunin til salatsins sem American Style ber fram með kjúklingabringunum og hvernig það er uppbyggt. Og þá fæddist þetta:

Takið eftir litavalinu. Fagmannlegt.
Það eina sem ég borða ekki af þessu er kál. Restin er stórbrotin.

Mæli annars með American Style. Þægileg stemning, góð og hröð þjónusta og góður matur. Fyrir utan salatið.

3 ummæli:

  1. Hehehe... þú og heilinn þinn (eins og lagið... nema bara þinn en ekki minn... fattarðu?) ég væri alveg til í að kíkja með þér á american style við tækifæri :)

    SvaraEyða
  2. Þetta lítur næstum því út eins og "man salad" einfalt og metnaðarlaust .

    SvaraEyða
  3. Björgvin: Endilega. Kominn tími á mánaðarlega "út að borða" útgjaldaliðinn hjá mér. Ljúft.

    Þórey: Hah. Í dag lærði ég að það er hægt að lýsa mér eins og salatinu á American Style. Einfaldur og metnaðarlaus.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.