mánudagur, 4. október 2010

Nafnavél

Ókeypis sýnishorn úr Nafnavélinni™.
Svo gaman hef ég af því þegar fólk velur öðruvísi, hipp og nýmóðins nöfn á afkvæmin sín, að ég hrópa oftar en ekki úr hlátri.

Það gerist bara svo sjaldan (og ég er byrjaður að fá samviskubit yfir óförum barnanna) að ég neyddist til að gera Excel skjal í dag sem býr til random lögleg, Íslensk stráka- og stelpunöfn.

Skjalið gefur kost á því að gera stráka- eða stelpunöfn og leyfir eitt, tvö eða þrjú nöfn. Nöfnin eru fengin af lista yfir Íslensk mannanöfn á Wikipedia.

Ég mæli með skjalinu fyrir nýbakaða foreldra sem vantar öðruvísi nafn eða fólk sem vill fá sér nýtt krúttnafn.

Skjalið má nálgast hér og nefnist það Nafnavél.

Vinsamlegast látið vita í athugasemdum eða með pósti á finnurtg@gmail.com ef skjalið virkar ekki á einhvern hátt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.