föstudagur, 22. október 2010

22. október 2010

Þessi dagur hefur ekki gengið nógu vel hingað til.

Í morgun ætlaði ég að mæta klukkan tíu í vinnuna, af því ég vann til klukkan tíu í gærkvöldi, en svaf yfir mig til hálf ellefu.

Í hádeginu ætlaði ég að skrifa bloggfærslu en kaffærðist í verkefnum í vinnunni, svo ég gaf mér of lítinn tíma í hádegismat til að koma frá mér færslu.

Eftir vinnu ætlaði ég í bíó á The Social Network (Ísl.: Facebook) en það seldist upp á hana þegar kom að okkur Björgvini bróðir í afgreiðslunni.

Þá ákvað ég að horfa á Back to the Future III heima, sem var á Stöðvar 2 í kvöld en sofnaði innan fimm mínútna frá því hún byrjaði.

Þessi færsla er síðasti möguleiki minn til að takast eitthvað í dag. Eina krafa mín til hennar er að eitthvað fyndið komi í lokin.

2 ummæli:

  1. ÞETTA ER SVINDL!!!! LÁTTU KOMA EITTHVAÐ FYNDIÐ Í ENDANN!!!




    Styrmir

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.