miðvikudagur, 1. september 2010

Smáfréttir

Hér er það helsta sem er að frétta af mér, eða það sem ég vil gefa upp á internetinu:

1. Stórfrétt úr vinnunni
Penninn sem ég notast við í vinnunni er að klárast. Ég keypti hann fyrir fimm mánuðum, þar sem vinnupennarnir eru fyrir neðan mína virðingu. Í dag sá ég svo að stafirnir eru orðnir daufir. Þeir urðu svo enn daufari eftir að tárin blönduðust þeim.

Penninn skilur eftir sig um 200 minnismiða og blöð, ásamt einu ástarbréfi (til sjálf síns, ritað af mér). Hans verður sárt saknað.

Það fyndna er að samstarfsfólk mitt gengur bara um, grínandi út og suður, ekki vitandi að penninn minn er að deyja. Sjálfhverfing fólks veldur mér hugarangri.

2. Sparnaður
Ég hef náð ótrúlegum árangri í sparnaði það sem af er þessu VISA tímabili. Ég hef aðeins eytt rétt um 20% af því sem ég venjulega eyði á þessum tíma.

Sparnaðurinn felst í að borða ekkert. Restin fer í bensín.

3. Körfubolti
Körfuboltatímabilið er að hefjast á ný hjá UMFÁ, með hverjum ég æfi.

Hér er listi yfir það jákvæða sem ég hef verið að gera á körfuboltaæfingum undanfarið:

  1. Mætt á réttum tíma.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.