föstudagur, 24. september 2010

Ræktartölfræði

Það tíðkast víða á netinu að taka fram virkni sína í ræktinni. Ég vil ekki vera útundan. Hér er mín tölfræði úr ræktarferð minni á miðvikudaginn, sælla minninga:

Ég hljóp rúmlega 718 þúsund sentimetra á aðeins 0,0347 dögum, sem gerir tæplega 1,5 milljarða mm/viku meðalhraða eða 0,002393 kílómetra á sekúndu.

Á meðan á þessu stóð svitnaði ég á meðalhraðanum 7.889 lítrar á ári.

Þessi mynd ætti að útskýra betur árangurinn:

Það vantar talsvert upp á úthald mitt.

Ég svitna þó ekki svo mikið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.