Ég vil síður gera lítið úr öllum bökurum landsins en hjá því verður ekki komist eftir það sem gerðist í gær. Þá bakaði ég nefnilega köku, eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Það má eiginlega segja að ég hafi notið ásta með vinkonu minni Betty Crocker og sett í ofninn. Útkoman er afkvæmi okkar; Djöflaterta Finnsdóttir Crocker (Betty vildi halda ættarnafninu):
Hún er með minn háralit en vaxtarlag mömmu sinnar.
Regla nr. 1 þegar bakað er með Betty:
SvaraEyðaEkki, undir neinum kringumstæðum, viðurkenna uppruna kökunnar. Taktu allt kreditið, segðu uppskriftina annað hvort komna frá móður þinni eða kökuna vera eitthvað sem þú "áttir til og sullaðir saman".
Til hamingju! :)
SvaraEyðaEsther: Það er erfitt að segjast hafa eignast eingetna Djöflatertu þegar hún ber eftirnafn Betty Crocker. En ég skal reyna að hylma yfir þessu næst.
SvaraEyðaBjörgvin: Takk. Skírn fljótlega.
Á ekki að bæta þessu afkvæmi við fjölskyldutréð?
SvaraEyðaÉg bætti henni við en tók hana svo út þegar hún kláraðist í gær.
SvaraEyða