sunnudagur, 26. september 2010

Djöflaterta Finnsdóttir

Ég vil síður gera lítið úr öllum bökurum landsins en hjá því verður ekki komist eftir það sem gerðist í gær. Þá bakaði ég nefnilega köku, eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Það má eiginlega segja að ég hafi notið ásta með vinkonu minni Betty Crocker og sett í ofninn. Útkoman er afkvæmi okkar; Djöflaterta Finnsdóttir Crocker (Betty vildi halda ættarnafninu):


Hún er með minn háralit en vaxtarlag mömmu sinnar.

5 ummæli:

 1. Regla nr. 1 þegar bakað er með Betty:
  Ekki, undir neinum kringumstæðum, viðurkenna uppruna kökunnar. Taktu allt kreditið, segðu uppskriftina annað hvort komna frá móður þinni eða kökuna vera eitthvað sem þú "áttir til og sullaðir saman".

  SvaraEyða
 2. Esther: Það er erfitt að segjast hafa eignast eingetna Djöflatertu þegar hún ber eftirnafn Betty Crocker. En ég skal reyna að hylma yfir þessu næst.

  Björgvin: Takk. Skírn fljótlega.

  SvaraEyða
 3. Á ekki að bæta þessu afkvæmi við fjölskyldutréð?

  SvaraEyða
 4. Ég bætti henni við en tók hana svo út þegar hún kláraðist í gær.

  SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.