þriðjudagur, 14. september 2010

Meðmæli

Svona líta meðmæli út.
Ég mæli ekki nógu oft með hlutum. Hér koma því nokkur meðmæli:

1. Draugahöfundurinn
Ég fór á eina bestu bíóferð ævi minnar á sunnudagskvöldið klukkan 22:00 í Kringlubíó, á myndina The Ghost Writer.

Allt gekk fullkomlega upp. Ég mætti á réttum tíma, afgreiðslufólkið vinalegt, fáir í bíó (þar af engin krakka- eða unglingafífl og engir drullusokkar (ens.: douchebags)), góð mynd og skemmtilegur félagsskapur.

Myndin sjálf er gerist í þægilegu umhverfi, með þægilegum leikurum og plottið er... þægilegt.

Mæli með tíusýningu á The Ghost Writer í Kringlubíói, ef þú vilt afslappaða og þægilega bíóferð, nema þú sért krakki, unglingafífl eða drullusokkur. Vertu þá heima hjá þér.

2. Stjörnuskoðun
Stjörnuskoðun.is opnaði nýja síðu nýlega. Síðan er þægileg fyrir augað og innihald hennar nánast óendanlega áhugavert (og fer vaxandi).

3. Ný ævintýri gömlu Kristínu
Prófaði að horfa á þátt af The New Adventures of Old Christine um daginn og hló upphátt þrisvar sinnum á rúmum tuttugu mínútum, sem er um 200.000% meira en minn meðalfjöldi hlátra við áhorfa á gamanþáttum.

Þátturinn er troðfullur af skemmtilegum karakterum og skemmtilegum leikurum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.