Í fréttum er þetta helst:
1. Nýtt á þjónustusíðunni
Ég hef bætt við möguleikanum að senda inn beiðni um Excelskjal í formi athugasemdar á þjónustusíðunni. Hvet alla sem vantar handhægt Excel skjal að nýta sér þetta tilboð.
2. Heimsókn
Helgi bróðir er í heimsókn hjá mér yfir helgina. Við stefnum á að fara á gay pride gönguna sem fer fram á morgun. Ég er búinn að kaupa mér spreybrúsa og málningarúllur svo ég líti ágætlega út og Helgi var að versla mini pils.
Eini gallinn er að ég verð staddur á körfuboltaæfingu þegar skrúðgangan fer fram. Það stoppar mig þó ekki frá því að mæta í dragi og standa mig fabulously á æfingunni.
3. Sumarfrí
Ég tók mér sumarfrí í gær frá 15:00-17:00. Það er nauðsynlegt að taka sér sumarfrí annað slagið og slappa af, sem ég og gerði með því að leggja mig í klukkutíma. Mig dreymdi að ég væri á sólarströnd.
Ég workaði þetta minipils vel, oh yeah!
SvaraEyðaGott. Vona að þú hafir munað eftir g-strengnum, svo þú hafir ekki sprangað um eins og drusla.
SvaraEyða