fimmtudagur, 8. júlí 2010

Óáhugaverðar smásögur

Hér eru tvær óáhugaverðar smásögur úr lífi mínu. Pínusögur, ef þið viljið:

Sund
Fyrir nokkrum dögum ákvað ég í vinnunni að fara í sund síðar um kvöldið. Eftir vinnu skaust ég heim til að ná í sunddót og fá mér að borða. Ég kveikti á sjónvarpinu.

Í fréttunum var verið að fjalla um nýjasta útspil Besta Flokksins: Að gefa börnum frítt í sund í sumar. Ég missti matarlistina umsvifalaust og allt álit á Besta Flokknum. Að gefa börnum ókeypis í sund er álíka gáfulegt og að hafa býflugnabú í rúminu hjá sér.

Til að útskýra þetta nánar er hér mynd:

Börn geta eyðilagt ótrúlegustu skemmtanir.
Myndin sýnir glögglega að með auknu hlutfalli barna í sundlaugum borgarinnar snarminnka þægindi gestanna og heift eykst, amk í mínu tilfelli. Með heiftinni kemur vöðvabólga og almenn vanlíðan.

Mín tillaga: gefið öllum fullorðnum ókeypis í sund og rukkið börn fjórfalt gjald, þar sem þau borga nánast engan skatt og eru öllum til ama.

Veikindi
Í gær var ég veikur. Ég vaknaði klukkan 8:30 eftir sjö tíma svefn. Mér leið skelfilega svo ég hringdi inn veikur.

Ég reyni að borða morgunmat án árangurs og settist "örstutt" í sófann með teppi vafið um mig áður en ég ætlaði að vinna mikilvægar skýrslur að heiman.

Klukkan 16:00 vaknaði ég svo aftur eftir sjö tíma svefn. Nokkuð frískur líkamlega. Andlega líðan var verri. Aðallega vegna þess að ég gat ekki vorkennt sjálfur mér lengur.

Topp 10 yfir lötustu daga mína um ævina.
Allavega, þessi árangur nær á topp 10 listann minn yfir flesta tíma sofinna á sólarhring, 8. sæti nánar tiltekið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.