Þegar ég kom úr vinnunni í dag tók ég eftir að Reykjavík var horfin. Þegar ég skoðaði það betur kom í ljós að hún var enn á sínum stað, bara á kaf í ösku. Ég tók nokkrar myndir:
 |
Þetta stóra bjarta er sólin. Hún var einkennileg í laginu í dag. |
 |
Þarna á Breiðholtið að vera í bakgrunni. Þar var bara aska í dag. |
 |
Þetta er mynd af Reykjavík, séð frá Kópavogi í öskuruglinu í dag. |
Það má smella á allar myndir fyrir stærra eintak í nýjum glugga. Ég mæli þó ekki sérstaklega með því.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.