fimmtudagur, 24. júní 2010

Nýr vinur

Í dag eignaðist ég nýjan besta vin og það í vinnunni, ótrúlegt nokk. Svona eignaðist ég þennan vin, sem ég kalla Brján hér eftir:

E-mail frá Brjáni:
Sæll. Er mikið að gera hjá þér? Gætirðu gert fyrir mig glærusýninguna fyrir fundinn á eftir? Ég er að falla á tíma með það.

Svar frá mér:
Sæll Brjánn.

Já. Ég fer í þetta. Sendi glærurnar á þig á eftir.

Kv.
Finnur

Svar frá Brjáni:
Takk! Þú ert uppáhalds vinur minn :-)

Tveimur tímum síðar.
Svar frá mér:
Gjörðu svo vel. Glærusýningin er viðhengd.

BFF.

Kv.
Finnur

Svar frá Brjáni:
Takk aftur. Bjargaðir mér alveg. Hvað þýðir bff?

Svar frá mér:
Best friends forever.

Kv.
Finnur

Lærdómur sem hægt er að draga af þessu: Það er ótrúlega auðvelt að eignast bestu vini að eilífu þegar maður kann á Office. Sérstaklega Excel.

3 ummæli:

 1. Spritti sayd:Ég verð nú að fara að læra á Excel. Mig langar í fleiri vini.

  SvaraEyða
 2. Rólegur. Hann sagði uppáhalds, ekki besti vinur. Auk þess lofaði hann engri eilífð.

  SvaraEyða
 3. Spritti: Það er fátt skemmtilegra en að bjóða í Excel partí og kynnast nýju fólki með formúlum.

  Esther: Hann tók vináttuna á 2. stig. Ég tók hana á 26. stig. Rökrétt framhald. Nú bíð ég eftir næsta stigi frá honum.

  SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.