Síðasta mánuðinn eða svo hefur úrslitakeppnin í NBA staðið yfir og ég horft á alla leiki sem sýndir hafa verið með skelfilegum afleiðingum dagana á eftir. Oftar en ekki hafa kíkt til mín gestir að horfa á leikina og við þá gjarnan tekið hópsöng ef stemningin er góð og brennt blys.
Í gærkvöldi lauk svo NBA í ár með sigri Lakers á Celtics 4-3. Og þar með verða kaflaskipti í mínu sumri þegar ég tek upp á því að sofa meira en 4 tíma á nóttunni og ganga ekki um eins og uppvakningur. Ennfremur hyggst ég vera tárvotur í andlitinu vegna söknuðar á útsendingum.
2. Sléttar draumfarir
Í nótt dreymdi mig að ég hefði farið í sleik við Kim Kardashian,
Ennfremur finnst mér við hæfi að hafa þar mynd af væntanlegu uppkomnu afkvæmi okkar, sem hefði orðið ef ég hefði ekki þurft að mæta í vinnuna í morgun:
![]() |
Sumproduct Finnsdóttir. |
Á miðvikudagskvöldið tognaði ég á ökkla í fjórtánda sinn um ævina á körfuboltaæfingu. Óhljóðin í ökklanum hefðu glumið í salnum ef ég hefði ekki kæft hljóðin með öskrum og karlmannlegum gráti.
Ég verð frá allri hreyfingu næstu tvær vikurnar og hyggst læra á Ukulele á því tímabili. Finnst rétt að vara fólk við.
Ef smellt er á "lesa meira" má sjá mynd af ökklanum á mér. Ég vara þó fólk með fóbíu fyrir fjólubláum lit við. Á myndinni er skýringatexti ef ekki skilst hvað gengur þar á.
![]() |
Skiptir engu máli. Ég nota hvort eð er aldrei hægri fótinn. |
Ég er drullu fokking tussu sáttur með úrslit líðandi NBA-tímabils.
SvaraEyðaÞað gleður mig að þú sért sáttur. Til hamingju.
SvaraEyða