miðvikudagur, 16. júní 2010

Hot Chip fara á kostum

Felicity Huffman Ross Lee í myndbandi Hot Chip.
Hér er áhugavert myndband við magnað lag frá Hot Chip sem heitir I feel better:Þeir lesendur sem nenna ekki að horfa á myndbandið, hér er stutt lýsing á því sem gerist:

1. Tónleikar strákabands. Trylltir aðdáaendur.
2. Sköllóttur, horaður hvítur maður með hvítari tennur svífur inn, syngjandi. Áhorfendur eru hræddir.
3. Einn af öðrum reyna meðlimir strákabandsins að dansa hann af sviðinu.
4. Sköllótti maðurinn drepur þá alla með geisla úr munninum á sér. Skelfing grípur um sig.
5. Allt verður hljótt.
6. Sköllótti maðurinn er nú hluti af hvítklæddu strákabandinu. Þeir syngja og dansa allir saman við mikinn fögnuð.
7. Fljúgandi risahaus kemur í salinn.
8. Ég pissa á mig, stjarfur af hræðslu.
9. Risahausinn myrðir strákabandið með því að skjóta rauðum geisla í strákasveitina.
10. Risahausinn myrðir áhorfendur og eyðileggur Hot Chip merkið. Lagið klárast og hausinn hlær.
11. Ég sit gapandi.
12. Ég hringi í mömmu.

Annað varðandi myndbandið:
1. Myndbandinu er leikstýrt af Peter Serafinowicz, sem er einn fyndnasti maður Twitter.
2. Sköllótti maðurinn heitir Ross Lee og er leikari, grínisti og sjónvarpsþáttastjórnandi [sjá "venjulega" mynd af honum hér]
3. Alvöru meðlimir hljómsveitarinnar Hot Chip eru á meðal áhorfenda. Þeir geta ekki farið framhjá ykkur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.