mánudagur, 21. júní 2010

Gengi á 52.is mótaröðinni

Mót númer 4 var mitt fyrsta mót. Mót númer 8 var í kvöld. Smellið á mynd fyrir stærra eintak.
Þessi færsla var teiknuð í flýti í gærkvöldi vegna nennuleysis. Hér eru því nokkrir viðbótarpunktar:

1. Hér má finna nánari upplýsingar um þessa mótaröð. Mótin fara fram á sunnudagskvöldum kl 20:00 á Partypoker. Það kostar 11 dollara að taka þátt á hverju móti.

2. Ég frétti af þessari mótaröð þegar mót númer 4 var að byrja. Alls er mótaröðin 10 mót.

3. 18 efstu á hverju móti fá stig sem safnast saman. Sigurvegari er svo sá aðili sem hefur flest stig eftir þessi 10 mót. Svona er staðan eftir mótið í gærkvöldi:

Ógsla spennandi ekkva.
4. Alls hafa eitthvað í kringum 70 manns tekið þátt á mótinu hingað til.

5. Ég er sá eini sem get unnið tvöfalt á þessu móti; annars vegar keppnina og hinsvegar bætt heimsmet í heppni en aldrei hefur neinn orðið jafn heppinn og ég í neinni keppni neinsstaðar.

2 ummæli:

  1. luck has nothing to do with it! hehe. Kannski maður fylgist með næsta móti!

    SvaraEyða
  2. Treystu mér. Þetta er heppni. Og talsvert mikið af henni.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.