Mynd 1: Peugeotinn óvenju ógeðslegur í dag. Ég kenni öskufalli um. |
Mynd 2: Skaut nokkrum golfkúlum út í buskann en sá ekki hvert vegna sólskins. |
Mynd 3: Fann þessa vin í miðjum útivistargarði í Kópavogi. Fékk mér að sjálfsögðu að drekka, enda týndur. |
Dagurinn í orðum:
Vann til kl 17:50. Kom að bílnum mínum útötuðum í viðbjóði (sjá mynd 1).
Fór í Básana í Grafarholti að skjóta golfkúlum. Sá ekkert fyrir sól (sjá mynd 2).
Fór á körfuboltaæfingu. Stóð mig eins og hetja. Gat samt ekkert.
Fór út að labba eftir æfingu. Óþolandi gott veður (sjá mynd 3).
Það er einmitt búið að vera töluvert öskufall á gólfunum í húsinu mínu síðustu daga.
SvaraEyðaErtu byrjuð að reykja og neitar að nota öskubakka? Brúmm tiss!
SvaraEyða