Í dag bætti ég tvennu við síðuna. Annars vegar setti ég "Like" í lok hverrar færslu (fyrir ofan athugasemdarhlekkinn). Þannig getur fólk smellt á like hnappinn ef því líkar eitthvað. Þessi hnappur tengist Facebook, svo það mun koma lítilsháttar tilkynning á prófílinn ykkar, en ekki á aðalsíðuna.
Seinni viðbótin er titill á hverja færslu. Þessi færsla heitir "Viðbætur og Excel". Af hverju heitir hún Excel? Það kemur í ljós eftir auglýsingar. Ekki fara langt (smelltu á 'lesa meira' hér fyrir neðan).
Í dag leitaði einhver að "Rank fallið í Excel" og komst á síðuna. Hér er svarið við þessari leit:
Rank fallið í Excel segir til um númer hvað ákveðin tala er í talnaröð. Svona er rank notað:
=rank([cella með tölu];[cellur með talnarunu];[0 fyrir stærsta talan númer efst / 1 fyrir minnstu töluna efst])
Dæmi:
Mynd 1 |
Á mynd 1 eru 10 tölum raðað upp í B dálki. Til að komast að því hvaða tala er stærst, næststærst og svo framvegis, er notast við Rank.
Fallið:
- B2 = Talan sem verið er að athuga.
- &B&2:&B&11 = Fylkið B2 til B11, sem borið er saman við töluna í B2. Þetta val er fest með F4 takkanum, svo hægt verði að draga celluna í C2 niður.
- 0 = Merkir að við viljum láta stærstu töluna tákna 1. Ef eitthvað annað en 0 er skráð þá þýðir það að minnsta talan muni tákna 1.
Niðurstaðan:
Mynd 2 |
Ég vona að þetta hjálpi einhverjum að sofa í nótt. Það hjálpar mér.
........Maxar þig í nördismanum í þessari færslu! Skildi ekkert eftir ég ýtti á "lesa meira"
SvaraEyðahehe hefði kannski átt að vara fólk við. Þetta er viðbjóður. En nýtist vonandi einhverjum.
SvaraEyða