þriðjudagur, 20. apríl 2010

Körfuboltalið mitt (UMFÁ) tók þátt í úrslitakeppni 2. deildar síðastliðna helgi með góðum árangri. Liðið varð í 2. sæti í milliriðli og komst því í fjögurra liða umspil.

Liðið lauk tímabilinu í þriðja sæti, af yfir 15 liðum. Ég mun fjalla um þetta nánar fljótlega.

Mínum hluta í þessari úrslitakeppni var stillt í lágmark. Ég spilaði lítið og sjaldan. Það er aukaatriði. En þó það sé aukaatriði finnst mér rétt að sýna tölfræði mína í vetur:
15 leikir spilaðir.
280 mínútur leiknar.
66 fráköst tekin, 26 sóknar og 40 varnar.
16 stoðsendingar gefnar.
13 stolnir boltar.
10 varin skot.
21 tapaður bolti.
22 villur.
59 stig skoruð.
19/28 skot ofan í = 67,9% nýting.
18/24 vítaskotum ofan í = 75% nýting.
1/1 þriggja stiga skotum ofan í = 100% nýting.
Skemmtilegar staðreyndir
  • Ég tók aldrei 3ja stiga skot. En þannig var sniðskot mitt skráð á skýrslunni. Svo ég er í raun með eitt af engu þriggja stiga skoti ofan í, sem reiknast ∞% nýting!
  • Ég léttist um 16 kíló í vetur, úr 96 kg í 80 kg. Ástæðan er sennilega pása í lyftum sem ég tók eftir áramót. Vond ákvörðun.
  • Ég er líklega versta skytta liðsins. Ekki af því ég hitti aldrei, heldur af því ég tek aldrei skot. Rola er sennilega nákvæmari lýsing.

5 ummæli:

  1. Þetta eru alveg fínustu tölur! Þið Styrmir eigið það sameiginlegt að mega taka fleiri skot en þið gerið :)

    SvaraEyða
  2. ps. stórkostleg hittni annars!

    SvaraEyða
  3. Takk fyrir það. Ég hef það samt á tilfinningunni að ef ég skyti meira utan af velli þá væri nýtingin stórkostlega ömurleg.

    SvaraEyða
  4. Jónas Reynir21.4.2010, 12:28

    Það er ekki hægt að klúðra skotum sem maður tekur ekki, það hef ég aldrei sagt.

    SvaraEyða
  5. Rétt! En það er hægt að hitta úr skotum sem maður tekur ekki, eins og kemur fram. Svo það er tvöfaldur bónus við að skjóta ekkert.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.