föstudagur, 16. apríl 2010

Eins og áður hefur komið fram bý ég nú einn í Kópavoginum og líkar það mjög vel, hingað til. Hér er fjölskylduvænt umhverfi og rólegir nágrannar. Íbúðin smellpassar utan um mig og ég hæstánægður með allt.

Eitt vekur þó sérstaka hamingju hjá mér. Þessi náungi stendur alltaf við rúmið mitt og býður mér góðan daginn þegar ég vakna á morgnanna:


Hann heitir Skúli Skápur og er atvinnulaus vörubílsstjóri, að sögn. Hann heldur alltaf í góða skapið sama hvað bjátar á. Hann talar stundum um að ég sé geðveikur og heyri raddir, en ég veit að hann er bara að grínast til að sýna mér að honum þykir vænt um mig.

Þannig gerum við strákarnir það. Sem minnir mig á það, kominn tími til að kýla í öxlina á honum og kalla hann fávita, glottandi.

2 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.