Helstu breytingar:
- Síðan tilheyrir nú version 2 af blogger viðmótinu. Ég hef þrjóskast við version 1 í alltof langan tíma. Version 2 studdi ekki lengur útlitið á gömlu síðunni, sem betur fer.
- Ég skipti um athugasemdakerfi. Haloscan athugasemdakerfið hætti að vera ókeypis. Ég tók því allar athugasemdirnar mínar þaðan og notast nú við blogger athugasemdakerfið, sem er frumstæðara en Haloscan, en vel nothæft.
- Ég hef skipt um letur á síðunni og stækkað.
- Ég hef hent út slatta af hlekkjum. En hyggst bæta umtalsverðu magni við á næstunni.
- Nú er hægt að hafa samband við mig í gegnum síðuna í stikunni fyrir ofan (eða hér). Í framtíðinni verður svo líka hægt að lesa nánar um síðuna í sömu stiku (eða hér).
- Ég hyggst bæta við skrifefni á þessa síðu. Til dæmis skrifa Excel greinar og svara spurningum varðandi Excel, ef einhverjar eru.
- Auðvelt er að gerast RSS áskrifandi með því að smella á RSS merkið efst hægra megin á síðunni (eða hér).
- Allar tillögur varðandi efni eða útlit eru vel þegnar.
- Ef einhver er enn að lesa; til hamingju! Þú hefur klárað færsluna og færð verðlaun! Þú mátt vígja nýja athugasemdakerfið!
Allavega, velkomin á nýju síðuna mína.
He´s back! (ísl. Hilmir snýr heim)
SvaraEyðaSnilldar lúkk...til hamingju með að vera kominn aftur.:)
SvaraEyðaJónas: Yo betta believe dat sheeet, yo (Ísl.: Já)
SvaraEyðaKolla: Takk fyrir það. Tvöfalt takk. Ég hyggst bæta við útlitið í framtíðinni.