fimmtudagur, 11. febrúar 2010

Ég skrifa sjaldan (lesist: aldrei) um neitt sem skiptir máli. En ég get erfiðlega orða bundist varðandi þessa frétt.

Þúsund manns eru þarna sakaðir um dópneyslu/sölu og ekkert fannst, sem er nánast aukaatriði.

Ég legg til að fólk sætti sig ekki við svona meðferð. Ég hefði neitað að láta leita á mér og krafist þess að fá afsökunarbeiðni frá skólayfirvöldum fyrir að taka þátt í þessu rugli.

Annars orðar Matti örviti þetta betur.

Samantekt: Ég er brjálaður fyrir hönd þeirra sem urðu fyrir þessu kjaftæði og verða fyrir því næst.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.