Síðustu tvo daga hafa 12 leitarstrengir frá Google ratað hingað inn.
Þessi síða er fullkomlega gagnlaus þegar kemur að hagnýtum upplýsingum, svo ég hef ákveðið að svara þessum fyrirspurnum, til að geta dáið eftir 50 ár með bros á vör vitandi að ég hafi gert gagn í lífinu.
Google fyrirspurnir og svör:
1. Hvað eyðir suzuki liana?
Lagfært: Hverju eyðir Suzuki Liana?
Svar: Bifreiðin Suzuki Liana eyðir bensíni, rúðuvökva, hjólbörðum og öðru sem notast er við að halda henni gangandi. Einnig eyðir Suzuki Liana möguleikanum á að fjölga sér, þar sem hann er mokljótur.
2. Casio + Hrópmerkt
Lagfært: Hvernig geri ég hrópmerkt í Casio reiknivél?
Svar: Ég fjallaði um þetta nýlega hér.
3. Geðlæknir homma
Lagfært: Hver er geðlæknir homma?
Svar: Allir geðlæknar eru geðlæknar homma. Nema bókstafstrúargeðlæknar. Þeir trúa ekki á homma.
4. Góður vefhýsir á íslandi
Lagfært: Hvar get ég fundið góðan vefhýsi á Íslandi?
Svar: Í tölvum. Á netinu nánar tiltekið. Dreamhost er góður.
5. Jónas reynir hotmail
Lagfært: Er Jónas Reynir með hotmail netfang?
Svar: Já. Ég hef ekki lengur leyfi til að dreifa því.
6. Kiddi í Vídeoflugunni (5 fyrirspurnir)
Lagfært: Hver er Kiddi í Vídeoflugunni?
Svar: Kiddi er miðaldra maður sem rekur videoleiguna Videoflugan á Egilsstöðum. Hann elskar diskó og er nokkuð hress.
7. Lotto líkur vinna
Lagfært: Hverjar eru líkurnar á því að vinna fyrsta vinning í lottó/víkingalottó?
Svar:
Íslenska lottóið: 1 á móti 658.008 á eina röð.
Víkingalottóið: 1 á móti 12.271.512 á eina röð.
Lífslottóið: 1 á móti 3 á rúmlega 31.000 raðir.
8. Sumarfrí excel skjal
Lagfært: Er til Excel skjal um sumarfrí?
Svar: Nei. En ef þú ert nákvæmari gæti ég mögulega útbúið það fyrir þig, án endurgjalds. finnurtg@gmail.com fyrir nánari upplýsingar.
Ég á eftir að sofa eins og ungabarn í nótt.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.