Í dag sá ég auglýsingu frá tónlist.is þar sem fólk var hvatt til að "fylla á ipodinn" á útsölunni hjá sér. Sérstaklega var tekið fram að verðið væri frá 55 krónur hvert lag.
Ég hugsaði að það væri gaman að kaupa tónlist fyrir 1.000 krónur eða svo og troðfylla mp3 spilarann. En áður en ég gerði það fór ég í Excel!
Til eru nokkrar gerðir af Ipod-um, allt frá 2gb í 160 gb.
Hvert lag í tölvunni minni er um 3,7 mb að stærð. Og hvert gb eru 1.000 mb.
Ég legg til að tónlist.is gefi öllum landsmönnum Ipod Classic, ef það gengur vel hjá þeim að sannfæra fólk um að fylla á Ipodinn sinn. Ef allir Íslendingar fylla á hann fær fyrirtækið rúma 760 milljarða í kassann.
Ég held ég versli mér bara tónlist fyrir ca þúsund krónur í þetta skipti.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.