Í byrjun síðasta árs var ég að leigja einn í Hafnarfirði. Þá byrjaði ég að nota þá minnistækni að segja minnispunkta upphátt. Eitt leiddi að öðru og eftir rúman mánuð einn var ég farinn að tala við sjálfan mig á fullu.
Þegar ég svo flutti þaðan yfir í Skipholtið með vini mínum, Óla, hætti ég að tala við sjálfan mig af ótta við að verða strítt af hrekkjusvínum. Smámsaman fór ég að sakna sjálfs míns.
Það urðu því gleðifundir í gærkvöldi þegar Óli var ekki heima og ég heyrði kunnuglega rödd hvísla "Hææíííí" á klósetinu fyrir framan spegilinn. Ég féll í faðm sjálfs míns og hef varla sleppt takinu síðan.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.