þriðjudagur, 26. janúar 2010

Það er kominn tími til að segja frá mínum verstu kaupum hingað til.

Í gær keypti ég mér nýja peysu. Þegar ég kom heim klæddi ég mig í hana og ákvað að skila henni ekki. Þá fannst mér óhætt að klippa merkimiðann af, sem reyndist vera bundinn aftan í peysuna með hálfgerðu reipi.

Svo ég klippti á reipið og óvart talsvert stórt gat á peysuna í leiðinni.

Þessi klaufsku skæri eru versta fjárfesting mín higað til. Þau geta fylgt ókeypis með lítið notaðri peysu, sem fæst á 50% afslætti. ATH. Sendingakostnaður er kr. 12.000.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.