miðvikudagur, 13. janúar 2010

Hér eru nokkrar smásögur/smáfrásagnir úr ævintýraheimi mínum. Að þessu sinni gerast þær allar í verslunum:

Verstu kaupin
Ég hef gert topplista yfir mín verslu kaup um ævina:

3. Samloka
Keypti mér einhverskonar samloku á Hooters í Minnesota árið 2002. Ekki aðeins var þetta það bragðversta sem ég hef látið upp í mig (that's what she said) heldur var kostnaðurinn alltof hár; ca 5 dollarar fyrir samlokuna og 75 dollarar í tips fyrir vinalegu dömurnar sem afgreiddu.

2. Mach3 rakvél
Keypti Mach3, "uppfærðu" Gillette rakvélina, fyrir einhverju síðan. Skar mig sjö sinnum að meðaltali í framan næstu þrjú skiptin sem ég rakaði mig. Henti henni. Fékk blóðgjöf. Jafnaði mig.

1. Peugeot 206
Myndi hlæja ef ég gréti ekki alltaf þegar ég hugsa um hann. Hefur bilað 18 sinnum á 4 árum.

Töffarar
Í verslun í dag gengu tveir elgmassaðir drengir framhjá gamalli konu sem talaði í síma.

Gamla konan (í síma): "Viltu ekki fá það...í bláu?"
Elgmassi1 (við vin sinn): "Ha? Já ég vil fá það! Harhar!"
Elgmassi2: "Harhar"
*Elgmassi1 gefur elgmassa2 high five*
*Ég gleypi munnfylli af gubbi*


Mach3
Ég verslaði mér fjögur rakvélablöð af gerðinni Mach3 í dag á rétt tæplega 19.000 krónur, ef ég man rétt. Þegar ég kom heim fattaði ég að rakvélin mín heitir ekki Mach3 né heldur tekur við þannig rakvélablöðum.

Mach3 rakvélablöðin eru því til sölu með 50% afslætti! Áhugasamir hendi í mig peningum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.